Íransforseti: Ekkert gefið eftir af kjarnorkuréttindum Írans

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti er ekki að fara breyta afstöðu sinni …
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti er ekki að fara breyta afstöðu sinni í kjarnorkumálum ef marka má ummæli hans. Reuters

Mahmoud Ahmedinejad hét því í dag að Íranar „muni ekki gefa eftir neina einustu ögn af kjarnorkuréttindum sínum“. Ríkisfréttastofa Írans greindi frá þessu sem fyrstu opinberu viðbrögð Írans við skýrslu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar um landið.

„Óvinirnir ættu að vita það að Íranar eru ákveðnir í því að ná fram sínum rétti og þeir „munu ekki gefa eftir neina einustu ögn af kjarnorkuréttindum sínum,“ sagði Ahmedinejad á fjöldafundi í borginni Makou sem er í norðvesturhluta Írans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert