Kjarnorkutilraunir í N-Kóreu gætu haft slæm áhrif á valdajafnvægi í NA-Asíu

Lestarfarþegi í Seoul í S-Kóreu les um fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir í …
Lestarfarþegi í Seoul í S-Kóreu les um fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir í N-Kóreu AP

Yu Myung-hwan, utanríkisráðherra S-Kóreu sagði í dag að hætt sé við því að Japanir komi sér upp kjarnorkuvopnum vegna kjarnorkutilrauna N-Kóreu, og að slíkt myndi breyta valdajafnvægi í NA-Asíu. Varar Yu við því að ef Japanir noti kjarnorkutilraunirnar sem tylliástæðu fyrir því að koma sér upp kjarnorkuvopnum geti það svo orðið til þess að Kínverjar og Rússar grípi til mótvægisaðgerða.

Stjórnvöld í N-Kóreu sögðust í gær ætla að að hefja tilraunir með kjarnorkuvopn, en hétu því jafnframt að þau myndu ekki nota vopnin að fyrra bragði.

Ef Japanir koma sér upp kjarnorkuvopnum er viðbúið að samskipti við Kínverja og S-Kóreubúa versni, en löndin voru bæði undir nýlendustjórn Japana snemma á fyrri hluta 20. aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert