Viðbúnaður í New York

Lögregla í New York er með aukinn viðbúnað eftir að spjall á netinu gaf vísbendingar um að hugsanlega væri verið að undirbúa geislaárás á borgina. Lögreglan segir, að þetta sé ekki staðfest og viðbúnaður sé eingöngu í öryggisskyni og viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkahættu hefur ekki verið breytt.

Í netspjalli, sem stjórnvöld sáu, var minnst á vörubíl hlaðinn geislavirkum úrgangi. Lögregla hefur tekið fleiri geislaskynjara í notkun og fylgist með götum og vatnslögnum og hefur stöðvað bíla á Manhattan og víðar í borginni.

Paul J. Browne, aðstoðarlögreglustjóri New York, sagði að ísraelsk netsíða hefði skýrt frá bloggfærslum í tengslum við myndskeið af ávarpi fulltrúa al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, sem hótaði árásum á erlenda sendimenn og sendiráð víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert