Hirsi Ali snýr aftur til Hollands

Ayaan Hirsi Ali
Ayaan Hirsi Ali AP

Ayaan Hirsi Ali, sómalskættuð baráttukona fyrir réttindum múslímakvenna, sneri aftur til Hollands frá Bandaríkjunum í gær en hún hefur verið fræðimaður við rannsóknastofnun í Washington.

Hirsi Ali er hollenskur borgari og fyrrverandi þingmaður. Ofstækismenn úr röðum múslíma hafa margoft hótað að myrða hana og hefur hollenska ríkið greitt lífvörðum hennar vestra en neitar að taka þátt í þeim kostnaði lengur. Hirsi Ali dvelst nú á óþekktum stað í Hollandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert