Barist um rússneskumælandi gyðinga

Ísraelskar leyniþjónustur telja rússnesk yfirvöld nú vinna að því að telja fólk sem flutti þaðan til Ísraels í kjölfar hruns Sovétríkjanna, á að flytja aftur til Rússlands. Ísraelsk yfirvöld hafa áður lýst áhyggjum af samkeppni ríkjanna um gyðinga af rússneskum uppruna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Miðstöð aðgerða rússneskra yfirvalda  er sögð vera í rússneska sendiráðinu í Tel Aviv og falla þar undir menningarmáladeild. Deildin var opnuð fyrir tveimur mánuðum og er yfirmaður hennar talinn hafa starfað fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB.  

Aðgerðirnar munu að mestu fara fram í nafni samtakanna Synir heimalandsins sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti kom á fót til að stuðla að því að fá gyðinga, og þá sérstaklega menntafólk, til að flytja aftur til Rússlands. 

Rúmlega þrjár milljónir rússneskumælandi gyðinga búa nú utan Rússlands, þar af býr rúmlega ein milljón í Ísrael

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert