Markaðsvirði KB banka 330 milljarðar króna

mbl.is/Brynjar Gauti

KB banki bauð út nýtt hlutafé í síðustu viku og reyndist talsverð umframeftirspurn eftir bréfum í bankanum. Alls voru seldir 110 milljón nýir hlutir á genginu 480 sem skilaði því um 52,8 milljörðum króna sem ætlað er að styrkja eiginfjárstöðu KB banka og gera kleift að ráðast í kaup á fjármálafyrirtækjum. Miðað við gengið í síðustu viðskiptum er markaðsvirði félagsins um 330 milljarðar og gróflega mætti ætla að vægi þess í Úrvalsvísitölunni hækki að öðru óbreyttu úr 32% í 37%, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar kemur fram að markaðsvirði fimm stærstu félaganna í Úrvalsvísitölunni er um 794 milljarðar króna eða um 79% af markaðsvirði þeirra 15 félaga sem mynda Úrvalsvísitöluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK