Berlusconi segir að ítalskir hermenn verði í Írak svo lengi sem Írakar vilji

Allawi og Berlusconi eftir fund þeirra í dag.
Allawi og Berlusconi eftir fund þeirra í dag. AP

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í dag að ítalskir hermenn yrðu í Írak svo lengi sem írösk stjórnvöld teldu þörf á. Hann lét þessi ummæli falla eftir fund með bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Ayad Allawi. Ungverjar lýstu yfir í gær að þeir myndu kalla 300 hermenn sína heim frá Írak í lok mars á næsta ári.

Allawi hitti einnig Jóhannes Pál páfa í Vatikaninu í dag. Páfi lýsti yfir stuðningi við að lýðræðislegum stofnunum yrði komið á fót í Írak og sagðist vera „náinn írösku þjóðinni, sem hefur gengið í gegnum svo miklar þjáningar á síðustu árum.“

Aðstoðarmaður páfa las upp stutta yfirlýsingu, þar sem páfinn sagðist biðja „fyrir öllum fórnarlömbum hryðjuverka og tilefnislauss ofbeldis“ og þeim sem ynnu að endurreisn Íraks. Fundur Allawis og páfanst stóð yfir í tíu mínútur. Páfinn minntist ekkert á andstöðu sína við stríðið í Írak í yfirlýsingunni, en hann er yfirlýstur andstæðingur þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert