Súnnítar lýsa yfir stuðningi við nýja stjórnarskrá í Írak

Kúrdi hleður pallbíl sinn með auglýsingum sem hvetja fólk til …
Kúrdi hleður pallbíl sinn með auglýsingum sem hvetja fólk til þess að greiða stjórnarskránni atkvæði sitt. AP

Súnnítar í Írak lýstu því yfir í dag að þeir ætli að hvetja fólk til þess að greiða nýrri stjórnarskrá landsins atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að leiðtogar Shíta og Kúrda samþykktu tilslakanir sem opna fyrir þann möguleika að breyta stjórnarskránni.

„Samkomulagi var náð og við hvetjum fólk til að segja já,“ sagði Ayad Sammarai, talsmaður Súnníta. „Samkvæmt samkomulaginu getum við endurskoðað stjórnarskrána.“

Margir Súnnítar eru andvígir stjórnarskránni í núverandi mynd vegna þess að þeir óttast að hún leiði til þess að Írak verði skipt upp og að olíulindirnar verði þá undir stjórn Shíta og Kúrda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert