Heimssala McDonalds fór í fyrsta sinn yfir 20 milljarða dollara

Árstekjur McDonalds fyrir árið 2005 jukust um 7%, en því …
Árstekjur McDonalds fyrir árið 2005 jukust um 7%, en því ber einkum að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum og aukinni sölu í Evrópu. AP

Í fyrsta sinn í sögu McDonalds hefur sala á skyndibitum fyrirtækisins um allan heim farið yfir 20 milljarða dollara. Árstekjur fyrirtækisins fyrir árið 2005 jukust um 7%, en því ber einkum að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum og aukinni sölu í Evrópu.

McDonalds hefur unnið að því að hleypa nýju líf í rekstur fyrirtækisins um allan heim, en McDonalds býður nú upp á fjölbreyttari matseðil því nú er hægt að fá kjúklingastrimla og salöt. Hamborgarinn er hinsvegar aðalsmerki skyndibitakeðjunnar.

Talsmenn McDonalds segja að hreinar árstekjur hafi aukist sem nemur 2,6 milljörðum bandaríkjadala, en árið þar á undan hafi námu hreinar tekjur fyrirtækisins 2,2 milljörðum dala.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert