Björn: Skrýtið að hlusta á gamla sósíalista undrast upplýsingar um símahleranir

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni í dag, að fréttir af erindi Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, um símahleranir í kalda stríðinu hljómi eins og aldrei hafi heyrst um, að símar hafi verið hleraðir á þessum árum.

„Sérstaklega er skrýtið að hlusta á hina gömlu sósíalista og alþýðubandalagsmenn tala eins og símahleranir komi þeim algjörlega í opna skjöldu. Þeir hömruðu þó á því sýknt og heilagt á þessum árum, að stjórnvöld væru að alltaf að hlera síma. Hafi eitthvað komið þeim á óvart í erindinu væri það líklega, að skiptin eru sex og nákvæmlega tilgreind auk þess sem dómsúrskurður er að sjálfsögðu að baki hverri heimild," segir Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert