Sjónvarpsfarsímar á Íslandi?

Á 3G ráðstefnunni í Barcelona nýverið, þar sem saman komu framleiðendur farsíma, efnisveitur og farsímafélög, voru sjónvarpsfarsímar eitt helsta umræðuefnið.

Sjónvarpsútsendingar fyrir farsíma, og símar sem geta tekið við þeim, eru þegar orðnar að raunveruleika í sumum Evrópulöndum, og svo virðist sem hérlendis vanti í raun ekki nema herslumuninn.

Miðað við þann einlæga áhuga sem Íslendingar jafnan virðast sýna öllum tækninýjungum, allt frá fótanuddtækjum til flatskjársjónvarpa, skyldi mega ætla að gemsasjónvarp verði í boði hér innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert