Hagnaður FL Group nam 15,1 milljarði

Hagnaður FL Group á fyrsta ársfjórðungi eftir skatta nam 15,1 milljarði króna og jókst um 158% frá sama tímabili árið áður þegar hagnaðurinn var rúmir 5,8 milljarðar. Fjárfestingartekjur á tímabilinu námu 15,6 milljörðum en rekstrargjöld 883 milljónum króna.

Heildareignir jukust á tímabilinu um 40 milljarða króna í 302,8 milljarða króna. Lítil breyting varð á eigið fé, þar sem arðsgreiðsla nam 15 milljörðum króna. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu nam 42,4% á ársgrundvelli og eiginfjárhlutfall var 47%.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segist í tilkynningu félagsins vera afar ánægður með niðurstöðuna þennan fyrsta fjórðung ársins og tölurnar sýni áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og trausta fjárhagsstöðu þess. Stjórnendur séu þess fullvissir, að núverandi skipulag og aðferðafræði félagsins gefi enn frekari möguleika til að nýta þau tækifæri sem upp kunni að koma í framtíðinni.

Tilkynning FL Group

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka