Undirbúningur fyrir jarðgangagerð hafinn í Hnífsdal

Hafist er handa við að undirbúa jarðgangagerð frá Hnífsdal til …
Hafist er handa við að undirbúa jarðgangagerð frá Hnífsdal til Bolungarvíkur. mynd/bb.is

Vegaframkvæmdir eru hafnar í Hnífsdal vegna undirbúnings jarðgangagerðar til Bolungarvíkur. Að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, eru framkvæmdirnar ætlaðar til þess að auðvelda aðkomuna þegar jarðgangagerðin hefst í vetur eða vor.

Verið er að vinna að útboðslýsingu og gert er ráð fyrir að útboð fari fram á næstu vikum. Um er að ræða langþráð jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu forskála og vega. Göngin eiga að vera 8,7 metra breið og 5,1 kílómetri að lengd. Einnig á að byggja um 310 metra langa steinsteypta vegskála, og 3 kílómetra langa vegi og tvær 15 metra langar steinsteyptar brýr.

Samkvæmt samgönguáætluninni er gert ráð fyrir að Bolungarvíkurgöngum verði lokið árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert