Fisvél flaug á rafmagnslínu

Fisvél flaug á rafmagnslínu við Tungufell í Hrunamannahreppi með þeim afleiðingum að línan slitnaði. Að sögn lögreglunnar á Selfossi sakaði flugmanninn ekki, þá er vélin óskemmd.

Óhappið varð um kl. 10:20 í morgun. Ekki liggur fyrir hvers vegna fisvélin fór á rafmagnslínuna, en rafmagn fór af nokkrum bæjum. Maðurinn flaug með félaga sínum, sem var í annarri fisvél. Hann lenti sinni vél heilu á höldnu.

Fulltrúar frá rannsóknarnefnd flugslysa rannsaka nú óhappið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert