Vaxtahækkun viðkvæmasta aðgerðin

Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg ræðast við í Helsinki …
Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg ræðast við í Helsinki í dag. norden.org/Magnus Fröderberg

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að vaxtahækkun Seðlabankans, sem boðuð var í dag, sé fyrsta ráðstöfunin,  sem komi fram í kjölfar samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og áreiðanlega sú viðkvæmast.

„Ég vona að þetta hafi skjótt tilætlaðan árangur þannig að verðbólgan lækki og þá geti vextirnir lækkað einnig," sagði Geir.  

Hann sagði að vaxtahækkunin væri liður í þeim aðgerðum, sem samið var um við gjaldeyrissjóðin og sé til þess ætluð að koma gjaldeyrismarkaði í lag, sem stuðlaði að stöðugra gengi og hækkun gengis krónunnar. Þetta væri vonandi tímabundin ráðstöfun og hugsuð sem varnaraðgerð gagnvart markaðnum. „Það er von flestra að þetta þurfi ekki að vera svona hátt nema í tiltölulega stuttan tíma," sagði hann.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, tók í sama streng. Hann sagði að allt aðrar aðstæður væru nú en fyrir nokkrum mánuðum og þetta hefði verið nauðsynleg aðgerð af hálfu Seðlabankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert