Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu

Kannabis
Kannabis mbl.is

Lyf sem unnin eru úr kannabisefnum hafa um árabil verið notuð sums staðar í Bandaríkjunum, en deilt er um lögmætið. Alríkislög banna algerlega notkun kannabiss en ný stjórn Baracks Obama hefur nú ákveðið að hætta baráttu gegn stofnunum sem nota umrædd lyf nema um sé að ræða skálkaskjól fyrir sölu á fíkniefnum. En kemur til greina að nota lyf af þessu tagi hérlendis?

„Við höfum enga möguleika á því núna að nota kannabisefni til lækninga hérlendis, þetta er ekki skráð sem lyf hér,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir. „Að vísu er hægt að flytja inn lyf á undanþágu, þar sem kannabis er til sem lyf í töfluformi annars staðar í heiminum. Ég tel að umsókn af því tagi yrði tekin til athugunar ef læknir rökstyddi að sjúklingur hefði verulegt gagn af að nota kannabislyf.“

Matthías segir marga tortryggna gagnvart kannabisi vegna misnotkunarhættu. En í „völdum tilvikum“ sé ástæðulaust að hræðast notkunina, t.d. við ógleði hjá krabbameinssjúklingum, sem verkjalyf eða við vissum taugasjúkdómum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert