Nakinn og til vandræða

Maðurinn var til vandræða í verslun Hagkaupa í Skeifunni.
Maðurinn var til vandræða í verslun Hagkaupa í Skeifunni. mbl.is/Friðrik

Öryggisvörður í Hagkaup í Skeifunni tilkynnti í nótt um nakinn mann sem var til vandræða í versluninni. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn kominn í ritfangaverslunina Office 1 skammt frá þar sem hann var einnig til vandræða. Maðurinn er um tvítugt.

Að sögn lögreglunnar er talið að hann hafi verið undir áhrifum ofskynjunarsveppa.

Þannig lágu föt hans á víð og dreif um nágrenni Hagkaupa en hann fékk að sofa úr sér hjá lögreglunni.

Hann á yfir höfði sér ákæru vegna óspekta á almannafæri, enda væntanlega sært blygðunarsemi viðstaddra, að sögn lögreglu. 

Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka