Skák og mát í Ráðhúsinu

Reykjavíkurskákmótið var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem 104 skákmenn frá tuttugu og fjórum löndum leiða saman taflmenn sína.

Þetta er í 25. sinn sem Reykjavíkurskákmótið er haldið og eru keppendur frá öllum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, ýmsum öðrum Evrópulöndum, Úkraínu, Indlandi og Bandaríkjunum.  


Meðal eftirtektarverðustu keppendanna eru Cori-systkinin frá Perú, Jorge sem er 14 ára og Deyzi  sem er 16 ára.  Þau urðu bæði heimsmeistarar á HM unglinga sem fram fór í haust hvort í sínum aldursflokki en Jorge er yngsti stórmeistari í heimi í dag.


Þá má nefna Illya Nyzhnyk frá Úkraínu sem er 14 ára og sterkasti  skákmaður heims í þeim aldursflokki.  Nyzhnyk vantar aðeins einn stórmeistaraáfanga og gæti því  náð þeim áfanga að verða stórmeistari í skák á Íslandi.


Þá má ekki gleyma að sterkustu skákmenn Íslands eru meðal keppenda, sem og áhugamenn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert