Ekkert ferðaveður á Norðurlandi

Snjókoma og vond færð er bæði á Vestfjörðum og á …
Snjókoma og vond færð er bæði á Vestfjörðum og á Norðurlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þungfært er á flestum fjallvegum á Norðurlandi og þæfingsfærð á láglendi og ekkert ferðaveður, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Vegir eru auðir um sunnanvert landið en á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, einkum á norðanverðum fjörðunum. Þæfingur og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum og ekkert ferðaveður.

Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur, búið er að opnaum Víkurskarð og þar er þæfingur og éljagangur.

Þungfært er á milli Raufarhafnar og Þórshafnar.

Versnandi veður er á Austurlandi, komin stórhríð á Fjarðarheiði og heiðin orðin ófær. Slæmt veður er einnig á Vatnsskarði eystra og þar er þungfært og skafrenningur. Þungfært er á Oddsskarði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Biskupsháls. Hálka og éljagangur er á Fagradal.

Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir en varað við óveðri við Lómagnúp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert