Óku inn í miðjan mökkinn

Eins og sjá má á þessum myndum sem  Ómar Óskarsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók var öskufallið gríðarlegt á Mýrdalssandi í gær. Ómar  og Rúnar Pálmasson blaðamaður hafa ferðast um svæðið síðustu daga. Myndirnar eru teknar um miðjan dag og sýna glöggt hversu þykkt öskulagið er á svæðinu.

Veðurspár gera ráð fyrir að aska falli til suðurs síðdegis í dag og á morgun. Það bitnar á íbúum í Vík og bændum undir Eyjafjöllum. Spáin fyrir  þriðjudag og miðvikudag bendir til að aska kunni að falla yfir höfuðborgarsvæðið haldi gosið áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka