Neyðarfundir og afbókanir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Neyðarfundir voru í stjórnsýslunni og hjá ferðaþjónustunni í gær vegna ummæla forseta Íslands í fréttaþætti á BBC í fyrrakvöld.

Þar sagði hann gosið í Eyjafjallajökli lítið annað en æfingu. Sagan sýndi að búast mætti við fleiri gosum. Fyrirspurnum rigndi inn til almannavarna vegna ummælanna, m.a. frá erlendum vísindastofnunum. Margir afbókuðu Íslandsferðir og sala datt niður. Aðgerðir miðuðust við að lágmarka skaða.

„Það var erfitt að gera sér grein fyrir því að viðbrögð yrðu svona sterk, því hugsanlegt Kötlugos hafði verið rætt í BBC og fleiri erlendum fjölmiðlum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Sjá ítarlega umfjöllun um yfirlýsingar forsetans og viðbrögð við þeim í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert