Askan þyrlast upp

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í dag.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í dag. mbl.is/Hlynur S. Þorvaldsson

Askan, sem féll í Vestmannaeyjum í gær, þyrlast upp við minnsta vind, að sögn heimamanna. Lítið öskufall hefur verið þar í dag en ef vind hreyfir verður kófið svo mikið að stundum sést varla milli húsa.

Nýtt útisvæði við Sundlaug Vestmannaeyja var opnað í síðustu viku en nú hefur þurft að loka því vegna öskunnar, að því er kemur fram á vefnum Eyjafréttum. 

Ekki liggur fyrir hversu langan tíma tekur að þrífa svæðið.  Allt svæðið er klætt tartan-efni sem gæti orðið erfitt að þrífa.  Þegar askan kemst í snertingu við vatn, breytist hún í þykka leðju sem verður steypukennd þegar hún safnast saman.  Auk þess þarf að hreinsa bæði lendingarlaug og barnalaug, pottana þrjá og ekki síst rennibrautirnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert