Aldarafmælis síldarævintýrsins minnst á Siglufirði

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff bragða á sjávarfangi á …
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff bragða á sjávarfangi á Siglufirði í dag. mbl.is/Steingrímur Kristinsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Siglufjörð í dag en þar er um helgina minnst 100 ára afmælis síldarævintýrs Íslendinga með fjölbreyttri dagskrá. Á Siglufirði hefur í nokkur ár verið rekið Síldarminjasafn, en safnið hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Um helgina verður síldarstemningin rifjuð upp. Síld verður söltuð í tunnur og slegið verður upp bryggjuballi. Fjöldi listamanna og skemmtikrafta tekur þátt í hátíðinni. Meðal þeirra er norska hljómsveitin Lövstaken, en það voru einmitt Norðmenn sem komu mikið við sögu við upphaf síldarverkunar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert