Margir benda á menn og bíla vegna brottnáms telpunnar í Kópavogi

Stúlkan var tæld upp í bíl á við hringtorg á …
Stúlkan var tæld upp í bíl á við hringtorg á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku. mbl.is/Júlíus

„Okkur hefur borist fjöldi vísbendinga bæði í gærkvöldi og í dag sem koma heim og saman við lýsingar á manninum og bílnum. Okkar mannskapur er að kanna þær og einhverjir úti á vettvangi í þeim erindum,“ segir varðstjóri í Kópavogslögreglunni um rannsóknina á brottnámi 9 ára telpu þar í bæ í fyrradag.

Varðstjórinn sagði að Kópavogsbúar væru slegnir yfir málinu og allir vildu leggja sitt af mörkum til að upplýsa málið. Margir teldu sig kannast við bæði mann og bíl sem lýst hafi verið eftir. Þá hefðu nokkrir gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir víða í bænum í fyrradag.

„Við erum að vinna eftir þessum ábendingum, könnum þær nákvæmlega, í því höfum við verið að vinna í gær og dag. Oft geta svona vísbendingar leitt okkur áfram,“ sagði varðstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka