Esso hækkar einnig verð á bensíni

Olíufélagið Esso hækkaði í dag verð á bensínlítra um eina krónu og verð á dísilolíulítra um 1,50 krónur. Skeljungur og Olís hækkuðu verð hjá sér um sambærilegar upphæðir fyrir helgi.

Á heimasíðu Esso segir að bensín- og dísilolíuverð verð hafi hækkað á heimsmarkaði. Staða krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hafi styrkst en þrátt fyrir þá þróun vegi hækkun heimsmarkaðsverðs meira og þess vegna hefur Olíufélagið ákveðið að hækka verð á eldsneyti.

Eftir hækkun er algengt verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 104,40 krónur og lítri af dísilolíu kostar venjulega 51,30 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert