Fleiri olíufélög hækka eldsneytisverð

Olíufélagið Esso og Olís hafa fetað í fótspor Skeljungs og hækkað verð á eldsneyti. Er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Hefur lítrinn af 95 oktana bensíni hækkað um 2,70 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu nú 100,30 krónur. Lítrinn af dísilolíu, gasolíu, flotaolíu og flotadísilolíu hefur hækkað um 2,50 krónur og er algengt verð á dísilolíu í sjálfsafgreiðslu nú 47,60 krónur.

Hvorki Orkan né Atlantsolía hafa tilkynnt um verðhækkun. Kostar bensínlítrinn á stöðvum Orkunnar 96,10 krónur og lítrinn af dísilolíu 43,6 krónur. Verð á stöðvum Atlantsolíu er 97,20 krónur bensínlítrinn og 44,70 krónur lítrinn af dísilolíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka