Heillegur húsgafl kom í ljós í uppgreftri í Vestmannaeyjum í gær

Heillegur húsgafl kemur í ljós undan hrauninu í Vestmannaeyjum.
Heillegur húsgafl kemur í ljós undan hrauninu í Vestmannaeyjum.

„Við stóðum öll agndofa“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja, en í gær hófst vinna við að grafa upp gömul hús sem urðu undir Heimaeyjargosinu árið 1973. Strax á fyrsta vinnudegi kom heillegur húsgafl í ljós og að sögn Kristínar var rúðan heil og málningin enn í lagi. „Það lítur út fyrir að þetta hafi geymst ótrúlega vel í öll þessi ár.“

Kristín segir að það hafi staðið til í nokkuð langan tíma að grafa upp þessi hús en Vestmannaeyjabær á þau öll þar sem fyrrverandi eigendur fengu bætur vegna eignatjóns í gosinu. „Okkur grunar að þarna séu um tíu hús en þetta verkefni á eftir að taka okkur nokkur ár. Þetta er auðvitað vandmeðfarið enda eru þarna gífurleg verðmæti“ segir Kristín og bætir við að vonir standi til að finna tvö til þrjú hús nú í sumar. „Þetta er ofboðslega mikill vikur svo við þurfum að fara með þungar vinnuvélar eftir götunum. Um leið og við nálgumst eitthvað er síðan mokað með handafli,“ segir Kristín.

Hún á von á því að Vestmannaeyingar taki þátt í uppgreftrinum en svæðið er einnig opið ferðamönnum. „Ef einhver vill moka með okkur er það auðvitað velkomið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert