Tröllatunguheiði þungfær

Það er góð færð um allt land, nema hvað Tröllatunguheiði er þungfær og það er krap á Steinadalsheiði.

Nú stendur yfir lokahnykkur á færslu Sæbrautar milli Laugarnesvegar og Langholtsvegar. Í þessum áfanga þarf að gera lagnaþveranir, tengja gatnamót Sundagarða - Dalbrautar, ljúka uppsetningu umferðarljósa og ljúka malbikun á eystri hluta vegarins. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgæslu. Verklok eru áætluð um 25. október. Samtímis er unnið við göngustíg og við lagnir meðfram Sæbraut milli Langholtsvegar og Sægarða.

Það eru framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við brúna yfir Nýbýlaveg, sem reiknað er með að standi út október. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi.

Vegna vinnu við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi má búast við umferðartöfum þar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka