Margfaldar flutningsgetu Farice

Farice hf. sem rekur sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur undirritað samning sem metinn er á tvo milljarða króna við fjarskiptafyrirtækið Thus. Í honum felst að flutningsgeta strengsins verður aukin í 100 gígabit á sekúndu, en heildarflutningsgeta til og frá Íslandi er nú fimm gígabit á sekúndu. Starfsemi netþjónabúa er helsti hvatinn að aukningunni, sem og nýjum sæstreng sem verður lagður til Danmerkur. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert