Mikið kynlíf styrkir sæðið

Áströlsk rannsókn, sem kynnt var á frjósemisráðstefnu í Amsterdam, bendir til þess að daglegt kynlíf styrki sæðið og auki líkur á þungun.  Er pörum, sem gengur illa að eiga barn, ráðlagt að hafa samfarir á minnst tveggja til þriggja daga fresti.

Rannsóknin sem gerð var á karlmönnum, sem eiga við ófrjósemisvandamál að stríða, bendir til þess að daglegt sáðlát dragi úr skemmdum á erfðaefni.  Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

David Greening, sem stýrði rannsókninni, segir að kenningin sé sú að eftir því sem sæðið er lengur í eistunum, þeim mun meiri líkur eru á að erfðaefnið skemmist. Einnig geri hitinn það að verkum að sæðisfrumurnar verða ekki eins sprækar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert