NASA býr til ofurtölvu með Linux stýrikerfi

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst byggja öfluga ofurtölvu sem verður notuð til þess að spá fyrir um veðurfar, gera líkan af flugferðum út í geim og fyrir rannsóknir á lofthjúpi jarðar. Um er að ræða öflugustu ofurtölvu sem búin verður Linux stýrikerfi. Ofurtölvan, eða kerfið, verður búið 500 terabæta geymsluminni. Það jafnast á við geymsluminni á 800 þúsund geisladiskum. Stefnt er að því að ofurtölvan geti framkvæmt flóknar aðgerðir, en til þess þarf hún 10.240 Intel Itanium 2 örgjörva, að sögn BBC.

NASA segir að ofurtölvan eigi að stuðla að betri rannsóknum fyrir geimferðir í kjölfar slyssins þegar Columbia geimskutlan með sjö geimförum innanborðs fórst á leið inn lofthjúp jaðar. Þá verður hægt að nota ofurtölvuna til þess að rannsaka margbreytilegar aðstæður sem geta átt sér stað fyrir og í geimferðum, en hægt verður gera rannsóknir sem ná yfir margar vikur eða mánuði í stað nokkurra daga. Talið er að kerfið kosti sem nemur 11 milljarða ísl. króna, að sögn BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert