Pokémon skemmtigarður á flakk um heiminn

Pokémon-leikur fyrir Nintendo 64
Pokémon-leikur fyrir Nintendo 64 mbl.is/Árni Sæberg

Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo ætlar að reisa færanlegan skemmtigarð sem byggir á persónum úr Pokémon tölvuleiknum í sumar. Skemmtigarðurinn verður fyrst settur upp í Taipan, höfuðborg Taívan í júní en mun síðar verða settur upp í Bandaríkjunum, í Evrópu og Sjanghæ í Kína. Búist er við að ein milljón gestir sæki garðinn í Taívan.

Japanska dagblaðið Shimbun greindi frá þessu í dag.

Pokémón persónurnar litu fyrst dagsins ljós í Game Boy leikjatölvu Nintendo en hafa síðan verið notaðar í teiknimyndablöðum og teiknimyndum, sem sýndar hafa verið í 70 löndum.

Pokémongarðurinn var settur upp í borginni Nagoya í Japan í tengslum við heimssýninguna í borginni á síðasta ári og sóttu fjórar milljónir gesta garðinn á því hálfa ári sem hann stóð upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert