Valdabarátta ástæðan bak við uppsögn Óskars?

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/Inpho Photography

Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnuþjálfari karlaliðs Haugesund í gær.

Líkt og hefur komið fram á mbl.is er ákvörðunin Óskars en formaður Haugesund Christoffer Falkeid hefur lítið vilja tjá sig annað en að benda á þá staðreynd. 

Samkvæmt heimildum TV 2 liggur nokkur valdabarátta að baki. Óskar hafi verið óánægður með að fá ekki að velja eigin aðstoðarmann er hann tók við liðinu. 

Öðruvísi sýn á fótbolta

Félagið hafi þá ráðið Sancheev Manoharan sem aðstoðarmann, Paul André sem leikgreindanda og Kamil Rylka sem markvarðaþjálfara. 

Óskar var með öðruvísi sýn á fótbolta heldur en aðstoðarmenn hans og fann ekki fyrir þeim stuðningi sem hann óskaðist eftir. 

Óskar hafi verið ósáttur við þessa ákvörðun stjórnarinnar og loks gefið henni afarkosti. Annaðhvort reka aðstoðarmanninn Manoharan eða að hann myndi segja upp störfum. 

Haugesund neitaði beiðni Óskars og hann sá ekki aðra leið færa en að segja af sér. 

Mbl.is hefur reynt að ná tali af Óskari en án árangurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert