Upp um fjögur sæti á FIFA-listanum

Hermann Hreiðarsson fremstur í flokki á æfingu íslenska landsliðsins.
Hermann Hreiðarsson fremstur í flokki á æfingu íslenska landsliðsins. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag. Liðið er nú í 103. sæti.

Næsta þjóð fyrir ofan Ísland er Eþíópía, sem færðist upp um sex sæti og Armenía sem fór niður um þrjú sæti frá síðasta lista. Fyrir neðan Ísland er Haítí sem fór upp um 13 sæti og síðan Grænhöfðaeyjar sem fór niður um fimmtán sæti.

Engin breyting er á þremur efstu sætunum því þar sitja sem fyrr Spánn, Ítalía og Þýskaland. Brasilía er í fjórða sæti, fór upp um tvö sæti, en Hollendingar í því fimmta eftir að hafa farið niður um eitt líkt og Króatía sem er í sjötta sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka