bloggsíðu hans. ">

Næturgolf hjá Birgi í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson á Humewood vellinum í S-Afríku.
Birgir Leifur Hafþórsson á Humewood vellinum í S-Afríku. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG verður í ráshóp með Brad Kennedy frá Ástralíu og enska kylfingnum Richard McEvoy fyrstu tvo keppnisdagana á TCL-meistaramótinu í golfi sem hefst á morgun á Hainan eyju í Kína. Birgir hefur leik kl. 0:45 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudags eða 8:45 að staðartíma í Kína. Hægt er að fylgjast með ferðasögu Birgis á bloggsíðu hans.

Kennedy hefur náð sér ágætlega á strik á síðustu tveimur mótum en hann varð í 39. sæti á Singapúr meistaramótinu og hann varð í 25. sæti á Johnnie Walker meistaramótinu í byrjun mars sem fram fór á Taílandi. Hann er í 122. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar. McEvoy endaði í 65. sæti á mótinu í Indónesíu þar sem að Birgir endaði í 59. sæti og McEvoy er í 243. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Birgir er í 229. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert