Varar við miklum fjárfestingum íslenskra banka á Norðurlöndum

Thore Johnsen, prófessor við Norska viðskiptaháskólann NHH varar við því að miklar fjárfestingar íslenskra banka á Norðurlöndum geti endað líkt og þegar spilaborg hrynur. Frá þessu er skýrt í frétt norska blaðsins Dagens Næringsliv í dag.

Þar segir að rekstrarfjárstaða Kaupþings, Landsbanka Íslands og Íslandsbanka hafi vaxið mjög undanfarin ár. Virði bankanna sé nú næstum helmingurinn af andvirði íslensku kauphallarinnar.

Á minnisblaði sem Johnsen sendi norska fjármálaeftirlitinu í tengslum við óskir Íslandsbanka um yfirtöku á norska bankanum Kredittbanken, segir hann um íslensku bankana að „allir bankarnir munu sennilega lenda í eiginfjárvanda á sama tíma og það er rík ástæða til þess að óttast spilaborgaráhrif.“

Johnsen vísar einnig til þess að verðmat á íslensku bönkunum sé „himinhátt“ í samanburði við skandinavíska banka. Í samtali við Dagens Næringsliv sagði Johnson að stærsta vandamálið í tengslum við íslenska bankamarkaðinn væri að markaðurinn líktist frumskógi sem erfitt væri að sjá í gegnum og eignatengsl væru náin á honum. Þetta er næstum eins og „pýramídaspil,“ sagði Johnson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK