SEB Enskilda segir Exista nú berjast fyrir lífi sínu

Fjárfestingarfélagið Exista berst fyrir lífi sínu og gæti neyðst til að selja eignir sínar, að mati greiningardeildar sænska bankans SEB Enskilda.

Í nýrri greiningu bankans á Sampo, sem er meðal stærstu eigna Exista, segir að verði 5 til 10% frekara verðfall á eignum Exista þá megi reikna með að félaginu verði sá einn kostur nauðugur að selja eignir sínar bæði í Sampo og Storebrand.

Bankinn færir rök fyrir þessari staðhæfingu með því að reikna upp eiginfjárstöðu Exista þar sem niðurstaðan er sú að eigið fé félagsins sé í raun ekki nema 365 milljónir evra, eða 35,4 milljarðar króna. Sé rétt með farið þýðir það að eiginfjárhlutfallið, sem mælir hversu hæft félagið sé til að standast tap á rekstri og geti staðið við skuldbindingar sínar, hefur lækkað umtalsvert. En samkvæmt reikningum félagsins í septemberlok var staða eiginfjár um 264 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 32%. Stærstu eignir Exista eru hlutir í Sampo. Kaupþingi, Bakkavör, Storebrand og Skiptum, sem rekur Símann. SEB Enskilda metur þessar eignir nú á um 5 milljarða evra og bendir á að ekki þurfi nema 7,5% verðfall á eignum Exista til að þurrka út „raunverulega“ eiginfjárstöðu félagins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK