Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti lista Sunday Times í dag yfir ríkustu menn Bretlands. Eru eignir hans metnar á 2.070 milljónir punda en hann var í 23. sæti listans í fyrra. Enginn Íslendingur kemst inn á lista yfir þá 100 ríkustu í Evrópu. Samkvæmt listanum yfir ríkustu menn heims eru indversku bræðurnir Mukesh og Anil Ambani þeir ríkustu en eignir þeirra eru metnar á 43 milljarða punda.

Í öðru sæti listans er Walton fjölskyldan sem meðal annars á Wal-Mart verslunarkeðjuna. Auður fjölskyldunnar er metinn á 38,4 milljarða punda. Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett skipar þriðja sæti listans með eignir upp á 31 milljarð punda en hann var í fyrsta sæti lista Forbes yfir auðugasta fólk heims.

Eins og áður sagði er Björgólfur Thor eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá Sunday Times hvað varðar auðævi 150 ríkustu íbúa Bretlands og 100 ríkustu í Evrópu og heiminum.

Fram kemur í grein Sunday Times að auður ríkustu manna Bretlands hafi margfaldast á þeim tíma frá því stjórn Verkamannaflokksins komst til valda. Jafnvel frá þeim tíma er Gordon Brown tók við völdum hefur auður þeirra aukist um 15% þrátt fyrir erfiðleika á fjármálamarkaði undanfarin misseri. Ríkasti maður Bretlands er stálframleiðandinn Lakshmi Mittal en eignir hans eru metanr á 27,7 milljarða punda. Roman Abramovich er í öðru sæti yfir ríkustu íbúa Bretlands með auðævi metin á 11,7 milljarða punda. Einungis sex af 20 ríkustu Bretunum eru fæddir í Bretlandi, samkvæmt frétt Sunday Times.

Á þriðjudag verður hægt að nálgast lista yfir 1.000 ríkustu á vef Sunday Times á vef þeirra, Timesonline.

Listi yfir 100 auðugustu menn heims á vef Times. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK