Kann að þurfa að loka kauphöllinni í New York

Hundruð vogunarsjóða í Bandaríkjunum ramba nú á barmi gjaldþrots og munu þeir því þurfa að selja umfangsmiklar hlutabréfaeignir sínar, að mati Nouriel Roubini, prófessors við New York University. Geti því farið svo að stjórnvöld í Bandaríkjunum neyðist til að loka kauphöllum í viku eða jafnvel lengur.

Kerfisáhættan aukist í sífellu og útlit sé fyrir stórfellda hlutabréfasölu vogunarsjóða á næstunni. Þá muni fjöldi slíkra sjóða fara á hausinn.

Í frétt Bloomberg segir að Roubini hafi í júlí 2006 spáð fyrir um yfirstandandi kreppu og þá hafi hann sagt í febrúar í ár að yfirvofandi væru efnahagslegar hamfarir, sem seðlabankar myndu ekki geta komið í veg fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK