Eignir Baugs í Bretlandi gætu selst á 25 milljarða króna

Baugur á m.a. hlut í verslunarkeðjunni Goldsmiths í Bretlandi.
Baugur á m.a. hlut í verslunarkeðjunni Goldsmiths í Bretlandi. mbl.is/Golli

Í skýrslu, sem endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hefur gert fyrir skilanefnd Landsbankans, er áætlað að um 25 milljarðar króna myndu fást fyrir eignir Baugs Group í Bretlandi ef þær yrðu seldar nú meðan á samdráttarskeiðinu stendur. Breska blaðið Observer hefur þetta í dag eftir heimildarmönnum.

Blaðið segir, að Baugur skuldi íslenskum bönum yfir 1 milljarð punda, jafnvirði um 180 milljarða króna. Enskur dómstóll féllst á föstudag á kröfu skilanefndar Landsbankans að BG Holding, dótturfélag Baugs sem fer með eignir félagsins í Bretlandi, verði sett í greiðslustöðvun. 

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur lýst því yfir að það sé skýr fyrirætlun hennar, að selja engar eignir á undirverði og líta beri á fjárfestingar BG Holding ehf. sem langtímaeignir sem muni skila auknu verðmæti til kröfuhafa bankans

Breska blaðið The Scotsman segir, að skilanefnd Kaupþings áformi að yfirtaka bresku verslunarkeðjuna Mosaic, sem Baugur á hlut í, og sjá jafnframt til þess að fyrirtækið fái rekstrarfé. Mosaic skuldar Kaupþingi um 400 milljónir punda, jafnvirði 67 milljarða króna. 

Scotsman segir að kaupsýslumaðurinn Sir Philip Green sé sagður hafa áhuga á að kaupa Mosaic en þau af því verði væntanlega ekki ef áform Kaupþings gangi eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK