Íslandsbanki keypti hlut Ólafs Jóhanns í Geysi Green

Geysir Green Energy
Geysir Green Energy

Íslandsbanki keypti 2,6 prósenta hlut Ólafs Jóhanns Ólafssonar í Geysi Green Energy (GGE) í júlí síðastliðnum. Þetta staðfestir Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE.

Ólafur Jóhann keypti hlutinn fyrir tíu milljón dali, um 1,3 milljarða króna á núvirði, í júlí 2008. Ekki er ljóst hversu mikið ríkisbankinn Íslandsbanki greiddi fyrir hlutinn.

Morgunblaðið beindi fyrirspurn til Íslandsbanka um málið. Í svari Más Mássonar, forstöðumanns samskiptamála bankans, segir orðrétt að Íslandsbanki „geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina“. Skömmu áður en að Ólafur Jóhann seldi sinn hlut hafði GGE selt 10,8 prósenta hlut í HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Nokkru seinna bætti Magma 32,32 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Kom inn með Wolfensohn

Ólafur Jóhann keypti sig inn í GGE á sama tíma og Wolfensohn & Co., bandarískt fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtæki sem er meðal annars í eigu James Wolfensohn, fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrirtækið ætlaði sér að borga 15 milljónir dala, um 1,9 milljarða króna á núvirði, fyrir 3,9 prósenta hlut í GGE. Í kjölfarið settist Adam Wolfensohn, sonur James, í stjórn GGE.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október í fyrra neitaði Wolfensohn hins vegar að greiða fyrir hlutinn og bar fyrir sig óvenjulegar aðstæður. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær þá fór stjórn GGE fram á það við forstjóra félagsins, Ásgeir Margeirsson, að hann innheimti fjármunina eftir lögfræðilegum leiðum.

Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum stjórnarmaður í GGE, sagði þar að forstjórinn hefði hins vegar ekki farið í „þær aðgerðir sem stjórnin fól honum að framkvæma“. Ásgeir hafnar því að hafa ekki sett málið í innheimtu og segir það vera komið í ferli.

Íslenska ríkið, lífeyrissjóðir og sveitarfélög, meðal annars Grindavík, eiga nú í viðræðum um að eignast GGE um þessar mundir. Landsbankinn, Íslandsbanki og fulltrúi lífeyrissjóða fengu fjóra menn skipaða í fimm manna stjórn GGE á aðalfundi félagsins í lok ágúst, en fjárhagsstaða félagsins er veik og framtíð þess í höndum helstu lánadrottna þess, sem eru ofangreindir bankar. Ef þessar hugmyndir ganga eftir munu opinberir aðilar og lífeyrissjóðir eignast 55 prósenta hlut GGE í HS Orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK