Konur farnar að gefa honum gaum

Þór Viðar Jónsson var 176 kíló.
Þór Viðar Jónsson var 176 kíló.

Þór Viðar Jónsson segir líf sitt gjörbreytt eftir þátttöku sína í þáttunum The Biggest Loser en hann var sendur heim í síðustu viku. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta er allt annað líf,“ segir Þór. 

„Fyrir utan það að hafa misst fleiri kíló þá hef ég einnig tekið eftir mikilli breytingu á minni andlegu líðan. Allt er einfaldara og ég er aldrei þreyttur. Þetta hefur áhrif á allar hliðar lífsins.“

Þór hefur lagt sig fram um að halda áfram á sömu braut eftir að þátttöku hans í þáttunum lauk. „Fyrsta vikan var erfiðust. Maður þarf að venjast rútínunni aftur og því um líkt. En þegar fyrsta vikan var liðin hjá þá var þetta ekkert mál og bara gaman að mæta í ræktina. Það að lifa heilsusamlegu lífi er engin kvöð lengur heldur lífsstíll.

Til þess að komast yfir erfiðasta hjallann lagði ég áherslu á að fá næga hvíld eftir allt erfiðið í The Biggest Loser. Ég tók því smápásu, mætti svo í ræktina en passaði mig á að fara ekki of geyst af stað. Þetta var bara spurning um að koma sér upp nýrri rútínu.

Mitt helsta vandamál sneri að sykri og hveiti. Ég passa mig því á að sneiða hjá sykri en hann kveikir hjá manni löngun í óhollan mat. Að sleppa honum gerir allt annað mun auðveldara.“

Þór segir að erfiðast við þættina hafi verið að halda uppi ákveðinni orku. „Ég náði aldrei að hafa sömu orku og hinir keppendurnir. Ég var alltaf mjög þreyttur og átti erfitt með svefn. Ég náði því ekki hafa nógu mikið þrek, ég var bara búinn með orkuna á undan hinum.

Þetta var frábær reynsla. Þetta var ekkert líf hjá mér hér áður fyrr. Nú blasir annar raunveruleiki við. Ég hafði ekki verið í sambandi við konur í lengri tíma en núna tek ég eftir því þegar ég fer á skemmtistaði að konur eru farnar að gefa mér gaum,“ segir Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál