Þetta gerist ef þú ferð stífmáluð í ræktina

Það kann ekki góðri lukku að stýra að mæta stífmáluð …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að mæta stífmáluð í ræktina. Skjáskot Self.com

Margar konur geta ekki hugsað sér að láta sjá sig ófarðaðar á almannafæri. Þessar sömu konur hugsa kannski sinn gang eftir lestur þessa pistils.

Farði stíflar svitaholurnar og veldur bólum
Farði er það helsta sem þú ættir að forðast þegar þú mætir í ræktina, enda á hann til að stífla svitaholurnar sem gerir það að verkum að þú getur fengið bólur.

Bólur eru ekki það eina sem þú ættir að hafa áhyggjur af því líkaminn losar sig við ýmis eiturefni, svo sem alkóhól og kólesteról, með því að svitna. En stíflaðar svitaholur geta haft neikvæð áhrif á þetta ferli.

Lituð dagkrem eru ekki mikið skárri
Nýlegar vörur, svo sem BB- og CC-krem eru ekki mikið skárri en farði. Þessi krem geta einnig stíflað húðina og eru sérlega slæm fyrir fólk sem þjáist að húðvandamálum svo sem unglingabólum.

Maskari og augnskuggi getur valdið ertingu í augum
Maskari hleypur auðveldlega í kekki sem eiga til að hrynja ofan í augun meðan á æfingum stendur. Einnig er varasamt að vera með augnskugga sem inniheldur glimmer-agnir meðan á æfingu stendur, því þær geta valdið skaða á hornhimnum ef þær berast í augun.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef SELF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál