Eðilegt að fá höfuðverk eftir kynlíf

Algengara er að karlmenn fái höfuðverk eftir kynlíf en konur.
Algengara er að karlmenn fái höfuðverk eftir kynlíf en konur. Ljósmynd/Getty Images

Hefur þú einhvern tímann sagst vera með höfuðverk því þú nennir ekki að stunda kynlíf með maka þínum? Læknar segja það frekar algengt að höfuðverkur fylgi því að fá fullnægingu, sérstaklega hjá karlmönnum og þeim sem þjáist af mígreni.

Ólíkt mígreni finnur fólk ekki fyrir ógleði eða öðru með höfuðverknum. Verkurinn lýsir sér þannig að eftir fullnægingu finnur fólk fyrir miklum og óvæntum sársauka í öxlunum sem leiðir upp í höfuð. Hjá sumum fer höfuðverkurinn eftir nokkrar mínútur en hjá öðrum tekur það nokkra klukkutíma að losna við hann.

Samkvæmt vef Cosmpolitan er ekki enn búið að staðreyna hvað það er sem veldur höfuðverknum en margir læknar telja að snögg hækkun á blóðþrýstingi í kynlífi geti haft áhrif. Því sé líklegra en ekki að fólk sem hefur einu sinni fengið höfuðverk vegna kynlífs fái hann aftur.

Hægt er að lækna verkinn með hefðbundnum verkjalyfjum og er mörgum ráðlagt að sleppa því að stunda kynlíf í einhvern tíma. Þá getur mataræðið einnig haft áhrif og er fólki ráðlagt að borða grænkál og hnetur til þess að sporna við verknum.

Hefur þú einhvern tímann sagst vera með höfuðverk því þú …
Hefur þú einhvern tímann sagst vera með höfuðverk því þú nennir ekki að stunda kynlíf með maka þínum? mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál