Markmið geta komið í veg fyrir óvænt tækifæri

Vala Rún Magnúsdóttir fagurkeri í heilsublaði
Vala Rún Magnúsdóttir fagurkeri í heilsublaði

Vala Rún Magnúsdóttir er með BS í rekstrarverkfræði og starfar sem framleiðandi í markaðsdeild 66°Norður. Hún er þakklát fyrir að geta hreyft sig og segir að fyrst og fremst  finnist sér mikilvægt að hreyfing sé skemmtileg. Þrátt fyrir íþróttabakgrunn er markmiðasetning ekki hluti af lífi hennar. 

„Síðustu mánuði hef ég verið í Afrek, ég fíla það í botn. Manni líður svo vel eftir á og ég elska að finna hvað ég verð sterkari með hverri æfingu,“ segir Vala Rún þegar hún er spurð út í hvernig hreyfingu hún stundi.

Hvað er það dýrmætasta sem þú hefur lært um heilsu?

„Að hún er ekki sjálfsögð. Það kennir manni að vera þakklátur fyrir að geta hreyft sig, sama hvernig hreyfing það er, svo lengi sem þér finnst það skemmtilegt og þú heldur áfram að hreyfa þig.“

Vala Rún Magnúsdóttir fagurkeri heilsublað
Vala Rún Magnúsdóttir fagurkeri heilsublað

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég er ekki mikil morgunmatartýpa en ef það gerist þá er nýjasta æðið lúxushafragrautur með lakkrísdöðlum, berjum og smá hnetusmjöri. Sjáum hvað það endist lengi.“

Hvað gerir þú til þess að slaka á eða dekra við þig?

„Þessa dagana er ekki mikill tími til að slaka á, er með eina 10 mánaða sem er úti um allt. En þá finn ég mestu slökunina þegar ég er með vinkonum mínum, finnst ég eiga skemmtilegustu vinkonur landsins, eða þegar ég næ að lesa smá.“

Vala Rún á skemmtilegustu vinkonur landsins.
Vala Rún á skemmtilegustu vinkonur landsins.

Ertu góð í að skipuleggja þig?

„Sko, já, en á minn hátt. Kannski smá skipulagt kaos, en ég er með nóg af „to-do“-listum og sameiginlegt dagatal með kærastanum mínum var „game changer“.“

Hvaða snjallforrit notarðu mest?

„Instagram.“

Áttu uppáhaldssnyrtivöru?

„Þessa dagana hefur það verið augabrúnagelið frá Benefit. Bæði geggjað í augabrúnirnar og til að sleikja aftur öll litlu hárin sem eru að koma til baka eftir brjóstagjöf. BioEffect serum-ið hefur líka bjargað húðinni minni í vetur.“

Augabrúnagelið kemur sterkt inn hjá Völu Rún núna.
Augabrúnagelið kemur sterkt inn hjá Völu Rún núna.
EGF Power Serum frá BIOEFFECT.
EGF Power Serum frá BIOEFFECT.



Áttu uppáhaldsflík?

„Skyrta frá Stine Goya sem er hægt að klæða upp og niður. Ég keypti hana þegar ég var ólétt og notaði hana mikið þá og geri enn. Ég elska að klæða mig í liti, og reyni að gera það sem oftast.“

Vala er hrifin af litríkum fatnaði og fötum frá merkinu …
Vala er hrifin af litríkum fatnaði og fötum frá merkinu Stine Goya.

Áttu uppáhaldsborg og af hverju?

„London. Við bjuggum þar í eitt ár og lærðum vel inn á borgina. Hún er í raun 20 borgir í einni borg, fer allt eftir hverfum.“

Bókin Yellowface er á náttborðinu.
Bókin Yellowface er á náttborðinu.

Hvert dreymir þig um að fara í ferðalag?

„Japans.“

Vala Rún bjó í London í eitt ár ásamt kærasta …
Vala Rún bjó í London í eitt ár ásamt kærasta sínum. Ljósmynd/Aðsend

Hvaða sjónvarpsþátt ertu að horfa á?

„Ég var að klára síðustu seríuna af Venjulegu fólki, geggjað dæmi. Vinahópurinn hittist svo líka vikulega og horfir á Survivor, erum með stigakeppni og það er búið að vera sjúklega skemmtilegt.“

Japan.
Japan. Ljósmynd/Colourbox

Ertu með einhverja bók á náttborðinu?

„Yellowface eftir R.F. Kuang.“

Survivor.
Survivor.

Ertu með einhver markmið fyrir árið 2024?

„Þrátt fyrir minn íþróttabakgrunn hef ég aldrei sett mér nein sérstök markmið. Mér finnst markmið geta verið gagnleg en þau geta líka staðið í vegi fyrir því að fólk taki óvæntum tækifærum ef þau samrýmast ekki markmiðinu nægjanlega vel. Svo í lok árs er markmiðið kannski ekki lengur það sem þú ert að stefna á og tækifærið farið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál