Martin æfir í 25 klukkustundir á viku

Martin Guðmundsson hefur verið fastamaður í íslenska karlalandsliðinu í áhaldafimleikum …
Martin Guðmundsson hefur verið fastamaður í íslenska karlalandsliðinu í áhaldafimleikum í nokkur ár.

Martin Guðmundsson var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann fór á sína fyrstu fimleikaæfingu í Gerplu í Kópavogi. Eftir það var ekki aftur snúið, en í dag er Martin 23 ára og hefur unnið til fjölda verðlauna í íþróttinni ásamt því að hafa verið fastamaður í íslenska karlalandsliðinu í áhaldafimleikum um nokkurra ára skeið. 

Martin æfir í um 25 klukkustundir á viku í fimleikahúsi Gerplu í Kópavogi, en þar er ekki talið með tíminn sem fer í endurheimt og fleira því um líkt sem fylgir því að vera afreksmaður í íþróttum. Samhliða fimleikunum stundar hann nám í hagfræði og fjármálum við Háskólann í Reykjavík og því óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá honum. 

Foreldrar Martins, þau Olga Bjarnadóttir og Guðmundur Sigmarsson, fóru með …
Foreldrar Martins, þau Olga Bjarnadóttir og Guðmundur Sigmarsson, fóru með Martin á sína fyrstu fimleikaæfingu fyrir 19 árum síðan. Hér eru þau á Evrópumótinu í Tyklandi á síðasta ári.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Ég vakna oftast um klukkan átta, en þegar það er ekki morgunæfing eða skóli klukkan 08:30 þá sef ég til níu. Síðan fer ég í skólann fram að æfingu og eftir æfingu finnst mér gott að fara í sund. Síðan fer ég og hitti vini, fer í golf, horfi á fótbolta eða góða þætti ef ég er ekki að vinna.“

En keppnisdagur?

„Ég reyni að hafa keppnisdag eins afslappaðan eins og ég get. Ég tek góðan göngutúr, teygjur og ligg yfirleitt uppi í rúmi þangað til ég þarf að mæta.“

Á keppnisdögum leggur Martin áherslu á afslöppun og rólega hreyfingu …
Á keppnisdögum leggur Martin áherslu á afslöppun og rólega hreyfingu eins og göngutúr og teygjur.

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég er í raun ekki með neina morgunrútínu, en ég fæ mér alltaf tvö vatnsglös um leið og ég vakna og ef ég fæ mér morgunmat þá fæ ég mér yfirleitt kaffi, hleðslu-próteindrykk, banana og tvö egg. 

Síðan er það sturta, búa um rúmið, tannbursta og allt þetta áður en ég fer í skólann eða á æfingu.“

Hvernig er hefðbundin fimleikaæfing hjá þér?

„Það fer eftir því hvort það sé keppnistímabil eða undirbúningstímabil. Núna er keppnistímabil og þá byrjum við vikuna á tveggja tíma morgunæfingu þar sem við komum líkamanum í gang eftir helgina og þriggja tíma æfingu seinni partinn. Síðan æfi ég oftast í hádeginu í fjóra til fimm tíma, en þá tek ég góða upphitun, handstöður og létt þrek áður en ég fer á áhöldin.“

Dagarnir geta verið ansi langir!
Dagarnir geta verið ansi langir!

Hver er uppáhaldsæfingin þín?

„Uppáhaldsæfingin er æfing sem fær púlsinn alltaf upp. Ég keppti með hana í fyrsta skipti í fyrra og er einn af fáum sem hafa gert það hérna heima, en það er æfing sem kallast Kovacs og er tvöfalt heljarstökk yfir svifránna og grípa aftur.“

Hvaða mót eru framundan og hvernig undirbýrð þú þig fyrir þau?

„Framundan eru Íslandsmót núna um helgina, síðan Norðurlandamót og Evrópumót í vor. Það er ekki mikið sem breytist en ég er aðeins strangari við mig í mataræðinu – ég reyni yfirleitt að borða hollt, passa að sofa alltaf nóg og æfi aukalega til þess að vera viss um að vera tilbúinn þegar mótið kemur.“

Martin ásamt þjálfara sínum, Róberti Kristmannssyni.
Martin ásamt þjálfara sínum, Róberti Kristmannssyni.

Hver heldur þú að sé lykillinn að árangri þínum?

„Það er mikilvægt að hafa gaman af því sem þú gerir en þú verður líka að vera tilbúinn að gera það sem er leiðinlegt til að verða betri. Ég væri ekki að gera það sem ég er að gera í dag ef það væri ekki fyrir óendanlegan stuðning frá fjölskyldunni.“

Hvernig dílar þú við stress og mótlæti tengt æfingum og keppnum?

„Ég hef nýtt mér íþróttasálfræðing þegar gekk illa á tímabili eftir meiðsli og hann gaf mér verkfæri til að verða betri og hjálpaði mér að skilja mikilvægi þess að hafa trú á sjálfum sér.“

Hvað fer í gegnum hugann áður en þú stígur inn á keppnisgólfið?

„Ég hugsa alltaf um ákveðna punkta fyrir hvert áhald og tek alltaf eitt móment í einu, en ég hugsa alltaf um að hafa gaman – ég er búinn að leggja inn vinnuna.“

Áður en Martin stígur inn á keppnisgólfið fer hann alltaf …
Áður en Martin stígur inn á keppnisgólfið fer hann alltaf yfir ákveðna punkta og minnir sig á að hafa gaman.

Hvað finnst þér mest krefjandi og gefandi við að vera afreksmaður í þinni íþrótt?

„Það sem er mest krefjandi við að vera afreksmaður í fimleikum er tíminn sem fer í æfingar. En það sem er mest gefandi er þegar þú nærð nýrri æfingu eftir að hafa reynt milljón sinnum og að það sem var einu sinni erfitt verður létt með tímanum.“

Hvaðan sækir þú þér innblástur?

„Aðallega frá æfingarfélögunum, í gegnum Instagram og þegar ég fer út að keppa.“

Ertu með einhver góð ráð fyrir ungt íþróttafólk?

„Það kemur ekkert auðveldlega til þín, þú verður að vinna fyrir hlutunum. Mikilvægast er að hafa gaman af því sem þú gerir. Það er ótrúlegt hvað þú getur náð langt með góðri næringu, nægum svefn og aukaæfingum.“

Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Ágúst Ingi Davíðsson, Jón …
Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Ágúst Ingi Davíðsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Martin Guðmundsson, Valgarð Reinharðsson ásamt þjálfurunum Róberti Kristmannsyni og Ólafi Garðari Gunnarssyni á Evrópumóti í Tyrklandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál