Veggfóðrið gjörbreytti heimilinu

Hér sést veggfóðrið í dagsbirtu.
Hér sést veggfóðrið í dagsbirtu. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölskylda í Árbænum ákvað að fara óhefðbundnar leiðir þegar hún ákvað að láta veggfóðra tvo veggi með Brooklyn Tins-veggfóðrinu frá Merci sem fæst í Lýsingu og hönnun. Veggfóðrið hefur slegið í gegn en það er til dæmis notað á veitingastaðnum Verbúð 11 Lobster and Stuff. 

Við sáum veggfóður frá þessu hollenska fyrirtæki fyrst þegar við vorum á ferðalagi í Brugge í Belgíu og heilluðumst af þessari dýpt sem það gefur, segir heimilisfaðirinn þegar hann er spurður út í veggfóðrið.

Þegar fjölskyldan flutti í fyrra langaði húsráðendur að brjóta aðeins upp rýmið í stofunni og létu veggfóðra tvo veggi með þessu veggfóðri. „Okkur langaði að gera eitthvað annað en að mála og þá datt okkur þetta í hug,“ segir hann.

Húsráðendur sóttu hugmyndina til Booklyn í New York en á heimilinu höfðu þau einnig brotið niður vegg og sett ryðgaða stálbita í staðinn. „Okkur fannst því tilvalið að nota þetta veggfóður þar sem það myndar hefðbundnar stálplötur sem notaðar voru sem brunavarnarefni í New York á sínum tíma,“ segir hann.

Húsráðendur hafa aldrei veggfóðrað heima hjá sér áður en þau reka nokkrar verslanir og hafa stöku sinnum notað veggfóður í búðirnar sínar. Þau fengu Braga Guðlaugsson, listaverkasafnara og veggfóðrara, til að veggfóðra veggina fyrir sig. „Að okkar mati er mikilvægt að fá fagmann til að setja veggfóðrið á og sjáum við ekki eftir því að hafa fengið hann Braga til þess. Hann er mikill fagmaður með rétta augað til að láta þetta líta sem best út.“

Þegar Bragi var búinn að setja veggfóðrið á vegginn fannst þeim vanta betri lýsingu og settu því upp lampa í Feneyjastíl sem þau hjónin keyptu fyrir mörgum árum. „Lamparnir alveg smellpassa með þessu veggfóðri og kemur mikil dýpt í veggfóðrið þegar kveikt er á lömpunum á kvöldin. Einnig fannst okkur koma vel út að klæða arin sem við smíðuðum í sólstofuna með þessu veggfóðri,“ segja þau alsæl.

Hjónin létu setja veggfóðrið líka utan um arininn hjá sér.
Hjónin létu setja veggfóðrið líka utan um arininn hjá sér. mbl.is/Árni Sæberg
Að kvöldlagi njóta vegglamparnir sín vel.
Að kvöldlagi njóta vegglamparnir sín vel. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál