Fegurð og þokki í 190 milljóna listamannahúsi á Selfossi

Loftin í alrýminu eru tekin niður að hluta til og …
Loftin í alrýminu eru tekin niður að hluta til og þar komið fyrir lýsingunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Við Laxalæk á Selfossi er að finna 308 fm einbýli á einni hæð. Húsið var reist 2009 og var vandað til verka þegar það var byggt. Húsið er í eigu Eggerts Kristinssonar listamanns en þar býr hann ásamt eiginkonu sinni, Maríu Ólafsdóttur, sem er einnig listamaður. Hún rak áður Gallerí Thors í Hafnarfirði en hann er gullsmiður og listmálari. 

Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými en í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar. Gott skápapláss er í eldhúsinu og á eyjunni er Coríanborðplata sem er smekklega hönnuð. Innréttingarnar eru bæði úr eik og hvítar sprautulakkaðar.  Skolvaskur er í eyjunni og helluborð með háfi. Í eldhúsinnréttingunni eru tvöfaldir ísskápar með frysti og innbyggðri uppþvottavél. 

Flísar og parket eru á gólfinu og mætast þau í eldhúsi og stofu. Stórir gluggar prýða húsið og hleypa fallegri birtu inn í rými þess. 

Heimilið er einstaklega smekklega innréttað með fallegum munum. Fyrir framan eldhúsið er hringlaga borð með voldugum tréfæti. Sjöur frá Arne Jacobsen eru við borðið ásamt tréstólum úr Heimili og Hugmyndir. Fyrir ofan borðið er vegglampi frá Flos. 

Hlutum og listaverkum er fallega komið fyrir í húsinu og er hrein unun að skoða myndirnar sem Kristján Orri Jóhannsson hjá Eignamyndbönd.is tók fyrir fasteignasöluna. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Laxalækur 36

Sérsmíðuð Coríanborðplata prýðir eyjuna. Þar er skolvaskur og helluborð.
Sérsmíðuð Coríanborðplata prýðir eyjuna. Þar er skolvaskur og helluborð. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Stórir gluggar prýða húsið og hleypa mikilli birtu inn.
Stórir gluggar prýða húsið og hleypa mikilli birtu inn. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Alrýmið er málað í hlýjum gráum lit.
Alrýmið er málað í hlýjum gráum lit. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Parket og flísar mætast á snyrtilegan hátt í stofunni.
Parket og flísar mætast á snyrtilegan hátt í stofunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Falleg listaverk prýða heimilið og þar má sjá fallega listmuni …
Falleg listaverk prýða heimilið og þar má sjá fallega listmuni úr keramíki. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ólífutréð nýtur sín vel í stofunni.
Ólífutréð nýtur sín vel í stofunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Á baðherberginu eru sérsmíðaðar innréttingar og Coríanborplata eins og í …
Á baðherberginu eru sérsmíðaðar innréttingar og Coríanborplata eins og í eldhúsinu. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Stór gluggi prýðir baðherbergið.
Stór gluggi prýðir baðherbergið. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Hér má sjá keramík listaverk á heimavelli.
Hér má sjá keramík listaverk á heimavelli. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Hjónaherbergið er skemmtilega innréttað en stórt hringlaga borð er í …
Hjónaherbergið er skemmtilega innréttað en stórt hringlaga borð er í hlutverki náttborðs öðru megin. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Inn af hjónaherberginu er fataherbergi.
Inn af hjónaherberginu er fataherbergi. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Á ganginum eru einstök listaverk.
Á ganginum eru einstök listaverk. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður.
Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður.
Falleg teikning er í húsinu að utan.
Falleg teikning er í húsinu að utan. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Í garðinum er bæði vaðlaug og heitur pottur.
Í garðinum er bæði vaðlaug og heitur pottur. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Vaðlaugin í garðinum eykur fegurð útisvæðisins.
Vaðlaugin í garðinum eykur fegurð útisvæðisins. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Hér er hægt að njóta veðurblíðu og hafa það gott.
Hér er hægt að njóta veðurblíðu og hafa það gott. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál