„Það er alltaf partý þarna inni, sko“

Hallgrímur Helgason og Þorgerður Agla Magnúsdóttir.
Hallgrímur Helgason og Þorgerður Agla Magnúsdóttir.

Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, opnaði einkasýningu í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Sýningin stendur fram til 26. maí en á opnuninni mætti fjöldinn allur af fólki. 

Sýningin er á tveimur hæðum menningarmiðstöðvarinnar, sem staðsett er nærri Nýhöfn, og samanstendur af nýjum málverkum og verkum unnum á pappír undir yfirheitinu „Gruppeportræt af selvet“ eða „Hópmyndir af sjálfi“.

Á jarðhæð sýnir Hallgrímur málverk unninn á síðustu tveimur árum sem hann kallar margfaldar sjálfsmyndir.

„Þetta eru allt sjálfsmyndir. Ekki hefðbundnar sjálfsmyndir heldur hópmyndir af þeim mörgu og mismunandi karakterum sem saman mynda sjálf listamannsins. Þær eru allt frá því að vera sexfaldar og upp í að vera sextánfaldar sjálfsmyndir. Það er alltaf partý þarna inni, sko,“ segir Hallgrímur Helgason.

Hallgrímur ásamt danska þýðanda bóka hans, Kim Lembek og ritstjóranum …
Hallgrímur ásamt danska þýðanda bóka hans, Kim Lembek og ritstjóranum Karsten Nielsen, frá forlaginu Lindhardt og Ringhof.
Hallgrímur og Þorgerður Agla ásamt börnunum og tengdabörnum.
Hallgrímur og Þorgerður Agla ásamt börnunum og tengdabörnum.
Karin Elsbudóttir, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, Hallgrímur Helgason og Árni Þór Sigurðsson …
Karin Elsbudóttir, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, Hallgrímur Helgason og Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands.
Plötusnúðurinn Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Plötusnúðurinn Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurbryggju, Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands …
Ásta Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurbryggju, Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands og Stefanía K. Bjarnadóttir, menningar- og viðskiptafulltrúi hjá sendiráði Íslands.
Birgir Thor Møller, dagskrárstjóri Norðurbryggju, Karin Elsbudóttir, framkvæmdastýra Norðurbryggju, Hallgrímur …
Birgir Thor Møller, dagskrárstjóri Norðurbryggju, Karin Elsbudóttir, framkvæmdastýra Norðurbryggju, Hallgrímur Helgason og Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands.
Þórir Snær Sigurjónsson er hér fyrir miðri mynd ásamt dóttur …
Þórir Snær Sigurjónsson er hér fyrir miðri mynd ásamt dóttur sinni.
Lilian Munk Rösing, bókmenntagagnrýnandi og eiginmaður hennar, listamaðurinn Jan Søndergaard.
Lilian Munk Rösing, bókmenntagagnrýnandi og eiginmaður hennar, listamaðurinn Jan Søndergaard.
Hallgrímur Helgason og Árni Þór Sigurðsson.
Hallgrímur Helgason og Árni Þór Sigurðsson.
Hallgrímur og Birgir Thor Møller, dagskrárstjóri Norðurbryggju
Hallgrímur og Birgir Thor Møller, dagskrárstjóri Norðurbryggju
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands opnaði sýningu Hallgríms Helgasonar, Hópmyndir …
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands opnaði sýningu Hallgríms Helgasonar, Hópmyndir af sjálfi, við mikið fjölmenni síðastliðinn laugardag.
Hallgrímur hélt ræðu.
Hallgrímur hélt ræðu.
Hallgrímur og Árni Þór.
Hallgrímur og Árni Þór.
Eygló,
Eygló,
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál