Hrædd við birtingu kynlífsmyndbands

Kona leitar ráðgjafa Elle þar sem hún er hrædd um …
Kona leitar ráðgjafa Elle þar sem hún er hrædd um að fyrrverandi birti kynlífsmyndband af þeim á internetið. mbl.is/Thinkstockphotos

Ung kona leitar ráðgjafa Elle þar sem að hún er hrædd um að fyrrverandi kærasti hennar birti kynlífsmyndband sem þau gerðu saman fyrir mörgum árum.

Kæra E. Jean. Árið 2008 gerði ég kynlífsmyndband með manni sem var kærastinn minn á þeim tíma. Sambandið endaði mjög illa og við tölumst ekki við eins og staðan er núna. Nú er ég eldri og er að sækja um að verða grunnskólakennari. Ef ég væri að sækja um eitthvað annað starf væri mér sama en ég er dauðhrædd um að fyrrverandi kærastinn minn birti myndbandið og eyðileggi þá ferill minn áður en hann byrjar. Ætti ég að hringja í hann og biðja hann um að birta það aldrei?

Jean segir konunni að sækja blýant og svara nokkrum spurningum sem að hún ætlar að nota til þess að spá fyrir um hvort að hann muni einhvern tímann birta myndbandið.

  1. Er maðurinn með vinnu eða að leita eftir vinnu?
  2. Á hann kærustu?
  3. Er tólið hans stærra en 17 sentrímetrar?

Þú færð fimm stig fyrir hvert já og núll stig fyrir hvert nei. Ef lokatalan er tíu eða meir þá eru næstum engar líkur á því að hann birti myndbandið (þetta eyðileggur ferill hans jafn mikið, engin kærasta myndi halda áfram í sambandi með asna sem að birtir kynlífsmyndböndum af sér með annarri konu og ef hann er ekki með risa typpi er hann ekki að fara birta mynd af því á internetið). Þú þarft ekkert að hringja í hann.

Hinsvegar ef að lokatalan er fimm eða meir, hugsaðu um að hitta hann. Talaðu um ykkar bestu minningar, hlæið saman yfir myndbandinu og biddu hann um að gefa þér það. Annars eru mín bestu ráð að gleyma þessu. Ef þú minnir hann á myndbandið gæti það opnað gömul sár sem er aldrei góð hugmynd.   

Konan og kærastinn hennar fyrrverandi hættu ekki saman í góðu …
Konan og kærastinn hennar fyrrverandi hættu ekki saman í góðu og talast nú ekki við. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál